2006-04-23
Skoðanakannanir
Ég las í Fréttablaðinu í morgun að skv. skoðanakönnunum núna þá munaði engu á öðrum manni VG og Frammara. Endilega kjósa VG! Við erum að tala um Árna Þór í staðinn fyrir súkkulaðibrúna gleraugnaleysingjann, sem ég man ekki hvað heitir. Er það nokkur spurning?
Fríið
Fríið búið. Á morgun tekur við ískaldur og grár raunveruleikinn...
Heyrt í fermingarveislu
Við fórum í síðustu fermingarveislu ársins í dag. Geðveikar veitingar, ekki séns að maður næði að smakka allar sortir þó maður væri allur af vilja gerður.
Nema hvað, þegar fermingarbarnið bauð fólki að gjöra svo vel þá heyrðist í Finni: Loksins!
Seinna þegar borðhaldi var lokið og fermingarbarnið búið að opna alla pakkana og komið yfir í umslögin þá heyrðist í yngri systur fermingarbarnsins: Voru þetta fjórir grænir?
Nema hvað, þegar fermingarbarnið bauð fólki að gjöra svo vel þá heyrðist í Finni: Loksins!
Seinna þegar borðhaldi var lokið og fermingarbarnið búið að opna alla pakkana og komið yfir í umslögin þá heyrðist í yngri systur fermingarbarnsins: Voru þetta fjórir grænir?
Málblóm
Eftirfarandi heyrðist í formúluútsendingu í morgun í sjónvarpi allra landsmanna:
Brautin er ekin í öfugan klukkugang! Líklega var verið að reyna að þýða counterclockwise, með þessum hörmulegu afleiðingum.
Síðan:
Hann ekur hratt, svona tímalega séð!
Ok, ég veit að þetta er bein útsending en þetta er bara ekki nógu gott. Fyrir utan að umsjónarmennirnir missa trekk í trekk af augljósum atriðum. Gerist í hverri einustu keppni. Eitthvað gerist í brautinni og tekur óratíma þar til gaurarnir, sem eiga að segja okkur hvað er að gerast átta sig á því. Tók þá til dæmis um mínútu að taka eftir einu ákveðnu atriði í morgun.
Þetta ætti ekki að vera flókið. Þeir eru tveir og með nettengda tölvu fyrir framan sig. Með því að skipta með sér verkum þ.a. annar fylgist bara með tímunum (ótrúlega mikið, sem hægt er að sjá bara með því) og hinn bara með myndinni þá ættu þeir að ná að dekka þetta.
Þar að auki finnst mér að ætti að leggja þessari Imolabraut (Karþagó lögð í eyði hvað?).
Brautin er ekin í öfugan klukkugang! Líklega var verið að reyna að þýða counterclockwise, með þessum hörmulegu afleiðingum.
Síðan:
Hann ekur hratt, svona tímalega séð!
Ok, ég veit að þetta er bein útsending en þetta er bara ekki nógu gott. Fyrir utan að umsjónarmennirnir missa trekk í trekk af augljósum atriðum. Gerist í hverri einustu keppni. Eitthvað gerist í brautinni og tekur óratíma þar til gaurarnir, sem eiga að segja okkur hvað er að gerast átta sig á því. Tók þá til dæmis um mínútu að taka eftir einu ákveðnu atriði í morgun.
Þetta ætti ekki að vera flókið. Þeir eru tveir og með nettengda tölvu fyrir framan sig. Með því að skipta með sér verkum þ.a. annar fylgist bara með tímunum (ótrúlega mikið, sem hægt er að sjá bara með því) og hinn bara með myndinni þá ættu þeir að ná að dekka þetta.
Þar að auki finnst mér að ætti að leggja þessari Imolabraut (Karþagó lögð í eyði hvað?).
2006-04-19
Jæja, loksins skemmtilegur fótboltatími (=liðið mitt vann) í gærkvöldi. Allt of langt síðan það gerðist síðast. Ekki viss um að svili minn sé sammála mér núna...
2006-04-17
Fermingin
Fermingin gekk vel. Athöfnin mjög hátíðleg. Eitt fyndið atvik, sem kom upp. Einn strákurinn náði að romsa upp úr sér ritningargreininni sinni. Var greinilega svo ánægður með árangurinn að hann ætlaði að rjúka í sætið sitt án þess að klára ferminguna sjálfa. Var snarlega stoppaður og látinn klára pakkann.
Stressið var nú ekki meira hjá okkur en það að við höfðum tíma til að kíkja í fermingarveislu Halldórs Bjarka frænda Fífu sem fermdist líka í dag. Bæði fyrir og eftir þá veislu stóðum við reyndar á haus í undirbúningi. Þetta gekk samt allt saman upp og tókst bara ágætlega held ég. Fengum líka mikla og góða aðstoð frá allri fjölskyldunni. Hildigunnur fékk Ester vinkonu okkar til að aðstoða okkur. Ekki slæmt að eiga slíka að.
Stressið var nú ekki meira hjá okkur en það að við höfðum tíma til að kíkja í fermingarveislu Halldórs Bjarka frænda Fífu sem fermdist líka í dag. Bæði fyrir og eftir þá veislu stóðum við reyndar á haus í undirbúningi. Þetta gekk samt allt saman upp og tókst bara ágætlega held ég. Fengum líka mikla og góða aðstoð frá allri fjölskyldunni. Hildigunnur fékk Ester vinkonu okkar til að aðstoða okkur. Ekki slæmt að eiga slíka að.
Maður farinn að slappast í páskaeggjaátinu. Náði ekki næstum að klára mitt. Hildigunnur borðaði enn minna af sínu. Kaupum pottþétt minna egg næst.
2006-04-13
Hausverkurinn
er að muna nöfnin á öllum þessum viskítegundum sem við fengum að smakka í gær hjá Birni Friðgeiri.
Hér eftir munu 10-11 búðirnar aldrei verða kallaðar annað en þúsundogellefu hjá okkur sbr. þetta
2006-04-11
Einhvern tímann í gær, þegar ég og unglingurinn vorum á fullu að skrapa veggfóðursborða af veggjum heyrðist í Hildigunni ofan af efri hæðinni: LOOOOOOPPA! Ég: Hvað ætli fjandans kötturinn hafi nú verið að gera? Fífa: Ætli hún hafi ekki verið að... PAAAAAABBI!
Skrap
Skrap, skrap, skrap. Ég í gær að aðstoða unglinginn við að ná veggfóðursborða af í herberginu hennar.
2006-04-07
101
Síðasta færsla var færsla nr. 100 hjá mér.
Þetta er ótrúlega fyndið!
Davíð sigrar Golíat
Í gær urðu þau óvæntu en skemmtilegu úrslit að Skallagrímsmenn náðu að slá út Keflvíkinga í leikjarimmu um að komast í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil í körfunni. Ekki nóg með að Skallagrímur hefur aldrei áður komist í úrslit heldur hafa þeir að því er ég best veit aldrei unnið Keflvíkinga á heimavelli þeirra fyrr en í gær. Sætt, sætt sætt.
Svo er bara að halda áfram og taka Njarðvíkinga í úrslitum. Veit með hvoru liðinu ég held...
Svo er bara að halda áfram og taka Njarðvíkinga í úrslitum. Veit með hvoru liðinu ég held...
2006-04-05
Jibbí. Á morgun byrja ég í löööööngu páskafríi. Fer ekki að vinna aftur fyrr en 24. apríl. Mætti halda að maður væri kennari.
Teppi
Á degi eins og þessum ætti maður að liggja uppi í sófa með þykkt teppi yfir sér og heitt kakó í bolla.
Afmæli
Þar sem er ekki bloggdagur hjá mér á morgun þá ætla ég að óska þessari litlu dömu til hamingju með 10 ára afmælið.
Danssýning
Danssýning hjá dansskólanum hennar Freyju áðan í Borgarleikhúsinu.
Glæsileg sýning og hópurinn hennar Freyju var flottur.
Eitt var síðan fyndið. Af 9 kennurum voru 3 Birnur. Birna, Sigrún Birna og Eydís Birna. Síðan var Unnur Birna, ungfrú heimur kynnir. Líklega tekið fram í ráðningarsamningi ;-)
Glæsileg sýning og hópurinn hennar Freyju var flottur.
Eitt var síðan fyndið. Af 9 kennurum voru 3 Birnur. Birna, Sigrún Birna og Eydís Birna. Síðan var Unnur Birna, ungfrú heimur kynnir. Líklega tekið fram í ráðningarsamningi ;-)
Í Bónus á Laugavegi í gær var allt morandi í Dönum (þótt ég viti ekki hvað þeir eru að þvælast hingað eftir heimsendaspár Danske bank og fleiri danskra apparata). Nema hvað. Á eftir mér á kassanum voru Danir. Á meðan ég potaði vörunum í poka afgreiddi kassadaman Danina og sagði síðan upphæðina á dönsku. „Syvhundredesyvogfirs“. Var reyndar smá stund að hugsa þetta út. Bætti síðan við á ensku. „Sevenhundredeightyseven if you didn't understand me“. Mér fannst þetta flott hjá henni, þeir skildu þetta líka alveg þannig að hún hefði alveg getað sleppt engilsaxneska partinum.
2006-04-03
Kominn með nýjan yfirmann. Gamli yfirmaðurinn var hækkaður í tign í haust og gerður að framkvæmdastjóra. Nú er loksins búið að finna arftaka hans og var fyrsti dagurinn hjá honum í dag. Mér leist bara ágætlega á hann við fyrstu kynni. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.
Tók eftir einu á mublinu í dag: Auðlesinn mbl.is. Ætli þar sé þá minna af öllum þessum erfiðu orðum?
Fermingarstúss
Er ekki enn alveg búinn að ákveða hvort við eigum að leigja gulan eða svartan limmó fyrir ferminguna ;-)
Aðalfundur
Fór á aðalfund Lífeyrissjóðs verkfræðinga áðan. Mætingin var nú frekar slöpp. Af 1500-2000 manns, sem greiða í sjóðinn voru eitthvað um 50 mættir á fundinn. Skil ekki alveg af hverju fólk druslaðist ekki til að mæta, því þarna var verið að kjósa um mikilvægar breytingar á samþykktum sjóðsins.
Þar fyrir utan var þrennt, sem vakti athygli mína. Það fyrsta var að ég var einn af þeim alyngstu á svæðinu. Annað var að þarna voru alveg tvær konur! Miðað við höfðatölu hefði mátt búast við 7-8. Að síðustu þá kom fram á fundinum að fundurinn hefði verið auglýstur með ákveðnum fyrirvara í Mogganum og síðan bréflega með styttri fyrirvara. Skil ekki alveg af hverju var valið að birta auglýsinguna í blaði með jafn litla útbreiðslu. Kannski heldur stjórnin að allir lesi Moggann ennþá.
Þar fyrir utan var þrennt, sem vakti athygli mína. Það fyrsta var að ég var einn af þeim alyngstu á svæðinu. Annað var að þarna voru alveg tvær konur! Miðað við höfðatölu hefði mátt búast við 7-8. Að síðustu þá kom fram á fundinum að fundurinn hefði verið auglýstur með ákveðnum fyrirvara í Mogganum og síðan bréflega með styttri fyrirvara. Skil ekki alveg af hverju var valið að birta auglýsinguna í blaði með jafn litla útbreiðslu. Kannski heldur stjórnin að allir lesi Moggann ennþá.
2006-04-02
Vaknaði í fyrrinótt til að horfa á Ástralíukappaksturinn (veit, þetta er rugl, vakna til að horfa á bíla keyra í hringi). Sá samt ekki eftir því. Þetta var ótrúlega skemmtileg keppni og það á braut, sem mér finnst ein af þeim minnst spennandi. Mínir menn eru allir að koma til. Klúður undir lok keppninnar kom þó í veg fyrir mjög góð úrslit. Það að halda með McLaren er svolítið eins og að halda með íslenska handboltalandsliðinu. Alveg sama hvað allt lítur vel út hjá þeim. Alltaf þarf eitthvað að gerast eða koma upp á hjá þeim.