2006-04-02
Vaknaði í fyrrinótt til að horfa á Ástralíukappaksturinn (veit, þetta er rugl, vakna til að horfa á bíla keyra í hringi). Sá samt ekki eftir því. Þetta var ótrúlega skemmtileg keppni og það á braut, sem mér finnst ein af þeim minnst spennandi. Mínir menn eru allir að koma til. Klúður undir lok keppninnar kom þó í veg fyrir mjög góð úrslit. Það að halda með McLaren er svolítið eins og að halda með íslenska handboltalandsliðinu. Alveg sama hvað allt lítur vel út hjá þeim. Alltaf þarf eitthvað að gerast eða koma upp á hjá þeim.