2006-04-05
Í Bónus á Laugavegi í gær var allt morandi í Dönum (þótt ég viti ekki hvað þeir eru að þvælast hingað eftir heimsendaspár Danske bank og fleiri danskra apparata). Nema hvað. Á eftir mér á kassanum voru Danir. Á meðan ég potaði vörunum í poka afgreiddi kassadaman Danina og sagði síðan upphæðina á dönsku. „Syvhundredesyvogfirs“. Var reyndar smá stund að hugsa þetta út. Bætti síðan við á ensku. „Sevenhundredeightyseven if you didn't understand me“. Mér fannst þetta flott hjá henni, þeir skildu þetta líka alveg þannig að hún hefði alveg getað sleppt engilsaxneska partinum.