2006-04-17

 

Fermingin

Fermingin gekk vel. Athöfnin mjög hátíðleg. Eitt fyndið atvik, sem kom upp. Einn strákurinn náði að romsa upp úr sér ritningargreininni sinni. Var greinilega svo ánægður með árangurinn að hann ætlaði að rjúka í sætið sitt án þess að klára ferminguna sjálfa. Var snarlega stoppaður og látinn klára pakkann.
Stressið var nú ekki meira hjá okkur en það að við höfðum tíma til að kíkja í fermingarveislu Halldórs Bjarka frænda Fífu sem fermdist líka í dag. Bæði fyrir og eftir þá veislu stóðum við reyndar á haus í undirbúningi. Þetta gekk samt allt saman upp og tókst bara ágætlega held ég. Fengum líka mikla og góða aðstoð frá allri fjölskyldunni. Hildigunnur fékk Ester vinkonu okkar til að aðstoða okkur. Ekki slæmt að eiga slíka að.

Comments:
Til hamimgju með dótturina.
 
Hamingju...
 
já, til hamingju! Þó síðbúið sé...
 
takk, allir :-)
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?