2006-04-23

 

Heyrt í fermingarveislu

Við fórum í síðustu fermingarveislu ársins í dag. Geðveikar veitingar, ekki séns að maður næði að smakka allar sortir þó maður væri allur af vilja gerður.
Nema hvað, þegar fermingarbarnið bauð fólki að gjöra svo vel þá heyrðist í Finni: Loksins!
Seinna þegar borðhaldi var lokið og fermingarbarnið búið að opna alla pakkana og komið yfir í umslögin þá heyrðist í yngri systur fermingarbarnsins: Voru þetta fjórir grænir?

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?