2007-03-11

 

Lokafærsla

Er ekki hættur að blogga en hef fært mig um set. Kominn með síðu á Wordpress, hér. Kæru lesendur, þeir ykkar sem eru með hlekk á mig, ég yrði mjög glaður ef þið væruð til í að uppfæra hjá ykkur :-)

Efnisorð:


2007-03-07

 

Nóg komið

af ferðasögum í bili.

Í gær hjólaði ég í fyrsta skipti á þessu ári í vinnuna. Var kominn svolítið áleiðis þegar ég áttaði mig á því að það var smá hálka sums staðar. Var þá kominn of langt til að snúa við. Hjólaði bara mjög rólega það sem eftir var leiðarinnar. Komst án áfalla á leiðarenda.

Stefnan er svo að halda þessu áfram og reyna að gera eins og í fyrra. Hjóla í vinnuna svona 2-4 sinnum í viku.

Efnisorð:


 

Enn

um ferðina.

Barinn á Hótel Kea skoraði mörg stig hjá okkur um helgina. Kíktum þar inn á laugardagskvöldið og af rælni spurðum við hvort þar væri hægt að fá McAllan viskí. Bjuggumst ekkert frekar við því. Heyrðu, þá áttu þeir til 6 eða 7 mismunandi tegundir af því! Heil hilla á barnum bara undir McAllan. Þokkalega flott. Við fengum okkur það næstelsta sem var til eða 25 ára. Flauelsmjúkt.

Efnisorð:


2007-03-05

 

Akureyri

Stundum kemur það sér vel að ganga með vasahníf. Íbúðin, sem við vorum með var mjög sparlega búin tækjum og tólum (nema glösum). Það var til dæmis enginn upptakari, lélegur tappatogari og enginn beittur hnífur. Swiss army knife reddaði öllu þessu. Er verið að passa upp á að maður drekki ekki frá sér ráð og rænu eða fari sér að voða? ;-)

Já og svo þurfum við að muna að skila lyklinum...

Efnisorð:


 
Við hjónakornin skruppum í skotferð norður til Akureyrar eins og sjá má t.d. hér.

Á leiðinni norður þá gerðist það fjórum sinnum að Lexusbílar tóku fram úr okkur. Fyrst nálægt Borgarnesi síðan einhvers staðar á Holtavörðuheiðinni og í þriðja skipti í Vatnsskarðinu. Í sjálfu sér ekki merkilegt nema að í fyrsta og tvö síðastu skiptin var um sama bílinn að ræða. Hann hefur sjálfsagt stoppað einhvers staðar til að næra sig. Við aftur á móti vorum með nesti og stoppuðum mjög stutt.

Í fyrstu tvö skiptin, var Lexusinn horfinn eftir smá stund. Við hugsuðum ekki meira um þetta þangað til við sáum blá blikkandi ljós í Skagafirðinum, rétt áður en var lagt á Öxnadalsheiði. Ég sagði þá við Hildigunni: „Ætli þetta sé ekki Lexusinn, sem er búinn að æða fram úr okkur.“ Og mikið rétt, það var hann. Við gátum ekki gert að því að glotta svolítið að þessu.

Á miðri Öxnadalsheiðinni tók hann svo fram úr okkur í þriðja skipti. En það var samt ekki eins mikið span á honum og í fyrri tvö skipin.

Efnisorð:


2007-02-23

 

Lengsta

bloggpása ársins framundan. Var að átta mig á því að næsti bloggdagur er ekki fyrr en eftir 6 daga. Næsta lífsmark verður því ekki fyrr en 2. mars í fyrsta lagi. L8rs ppl.

Efnisorð:


 

Búinn

að komast að því líka að Skrabbl er leiðinlegur leikur. Hildigunnur var að enda við að bursta mig. Grrr. Ég sem þoli ekki að tapa...

Efnisorð:


2007-02-18

 

Maraþonmatreiðsla

Eldaði og bakaði þvílík ósköp í dag. Hildigunnur var í upptökum og ég þurfti því að sjá um matseldina. Vorum með í kvöldmat ítalskan rétt, sem er alveg hrikalega góður. Uppskriftin er hér. Þetta er alls ekki flókinn réttur en það þarf að byrja tímanlega á honum því hann þarf að malla í 2 tíma og svo er smá undirbúningur sem þarf að fara fram áður (kannski svona þrjú korter eða svo). Hann er hins vegar alveg pottþétt fyrirhafnarinnar virði.

Gítarpastanu var svo skolað niður með:


Þar að auki varð ekki komist hjá að baka einn skammt af vatnsdeigsbollum. Ekki séns að krakkarnir slepptu manni við það. Síðan gerði ég jógúrt (reyndar ekki mikið mál).

Á tímabili var ég með bollur í ofninum, jógúrt að kólna og að undirbúa gítarpastað. Svona til að kóróna þetta allt saman skellti ég svo í eina berjaböku.

Það kemur þessu ekkert við að það var konudagurinn í dag.

Efnisorð:


2007-02-13

 

14-2

Fótbolti er leiðinleg íþrótt.

Komst að því í kvöld þegar liðið mitt lenti 14-2 undir. Endatölurnar 24-17. Grrr...

Ekkert tapsár. Neiii.

Efnisorð:


2007-02-11

 

Fávitar

Við hjónin sáum eitt fáránlegt atvik á leiðinni heim af tónleikum áðan.

Við biðum á ljósunum á Hringbraut, Framnesvegi og Álagranda. Sáum þá að það var bíll með blá blikkandi ljós (kom svo í ljós að þetta var lögreglubíll) að koma á móti okkur. Þegar hann var alveg að koma að ljósunum kemur einn bíll af Álagranda og beygir inn á Hringbraut til vesturs þvert í veg fyrir lögreglubílinn þannig að hann þurfti að negla niður. Ekki nóg með það þá voru 2 gangandi vegfarendur, sem biðu eftir því að komast yfir Hringbrautina, sem héldu þá að lögreglan væri að hleypa þeim eða ég veit ekki hvað og óðu yfir þvert fyrir bíl í forgangsakstri.

Er það furða þótt hann hafi skellt á sírenunum?

Efnisorð:


This page is powered by Blogger. Isn't yours?