2006-06-23
Stofnanahremmingar
Lenti í undarlegum samskiptum í gær við ákveðna stofnun hér í bæ.
Forsagan er sú að við þurfum að senda ákveðnar skrár til þessarar stofnunar. Í fyrradag hafði samband við mig samstarfsmaður minn og vildi fá mig til að athuga um tvær slíkar skrár, sem kæmust ekki til skila. Ég skoða málið og sé að skrárnar hafa farið frá okkur en ekki verið samþykktar hjá stofnuninni af ástæðum, sem ég vissi ekki hverjar væru. Þannig að ég fer inn á vef stofnunarinnar og skrifaði niður lýsingu á vandamálinu. Þetta var í lok vinnudags í fyrradag.
Í gær var síðan komið svar:
Þú verður að láta okkur hafa sendingarnúmer.
Ég svaraði:
Ég er búinn að finna hvað var að annarri skránni en sendingarnúmerin í hinni eru x, y og z.
Nokkrum mínútum síðar kom svar:
Fyrst þú ert búinn að finna út úr þessu þá skaltu bara endursenda skrárnar.
Ég:
Er búinn að endursenda skrána, sem ég var búinn að finna út hvað var að. Sendingarnúmerin í hinni eru x, y og z.
Nokkrum mínútum síðar kom svarið:
Ef þú átt í vandræðum þá skaltu frekar hringja í okkur.
Nú var ég farinn að verða svolítið pirraður en hugsaði: Allt í lagi ef hann vill frekar að ég tali við hann í síma þá það.
Þannig að ég hringdi í hann og samtalið var efnislega á þessa leið:
Ég:
Góðan daginn. Ég er að hringja út af skrám, sem við erum búnir að vera í tölvupóstsambandi um...
Hann:
Já einmitt. (blaðar eitthvað hjá sér) Þetta er örugglega vegna þess að brottförin er ekki rétt skráð. Hvernig er þetta kannt þú ekkert á þetta?
Ég (frekar hvumsa):
Tja ég skráði þetta nú ekki. Ég er bara að reyna að leysa þetta mál. Skrárnar fóru frá okkur en stöðvast hjá ykkur.
Hann:
Já það er nú örugglega allt í lagi hjá okkur. Eru þetta kannski ungar stúlkur sem skráðu þetta hjá ykkur?
Ég:
Flýtti mér að ljúka samtalinu svo ég myndi ekki hreyta einhverju í hann.
Því er svo við þetta að bæta að málið leystist að lokum án „aðstoðar“ þessa manns. Þess má geta að ástæðan fyrir veseninu lá hjá stofnuninni.
Forsagan er sú að við þurfum að senda ákveðnar skrár til þessarar stofnunar. Í fyrradag hafði samband við mig samstarfsmaður minn og vildi fá mig til að athuga um tvær slíkar skrár, sem kæmust ekki til skila. Ég skoða málið og sé að skrárnar hafa farið frá okkur en ekki verið samþykktar hjá stofnuninni af ástæðum, sem ég vissi ekki hverjar væru. Þannig að ég fer inn á vef stofnunarinnar og skrifaði niður lýsingu á vandamálinu. Þetta var í lok vinnudags í fyrradag.
Í gær var síðan komið svar:
Þú verður að láta okkur hafa sendingarnúmer.
Ég svaraði:
Ég er búinn að finna hvað var að annarri skránni en sendingarnúmerin í hinni eru x, y og z.
Nokkrum mínútum síðar kom svar:
Fyrst þú ert búinn að finna út úr þessu þá skaltu bara endursenda skrárnar.
Ég:
Er búinn að endursenda skrána, sem ég var búinn að finna út hvað var að. Sendingarnúmerin í hinni eru x, y og z.
Nokkrum mínútum síðar kom svarið:
Ef þú átt í vandræðum þá skaltu frekar hringja í okkur.
Nú var ég farinn að verða svolítið pirraður en hugsaði: Allt í lagi ef hann vill frekar að ég tali við hann í síma þá það.
Þannig að ég hringdi í hann og samtalið var efnislega á þessa leið:
Ég:
Góðan daginn. Ég er að hringja út af skrám, sem við erum búnir að vera í tölvupóstsambandi um...
Hann:
Já einmitt. (blaðar eitthvað hjá sér) Þetta er örugglega vegna þess að brottförin er ekki rétt skráð. Hvernig er þetta kannt þú ekkert á þetta?
Ég (frekar hvumsa):
Tja ég skráði þetta nú ekki. Ég er bara að reyna að leysa þetta mál. Skrárnar fóru frá okkur en stöðvast hjá ykkur.
Hann:
Já það er nú örugglega allt í lagi hjá okkur. Eru þetta kannski ungar stúlkur sem skráðu þetta hjá ykkur?
Ég:
Flýtti mér að ljúka samtalinu svo ég myndi ekki hreyta einhverju í hann.
Því er svo við þetta að bæta að málið leystist að lokum án „aðstoðar“ þessa manns. Þess má geta að ástæðan fyrir veseninu lá hjá stofnuninni.
2006-06-19
Kvart
Þetta veðurfar í júní hér á höfuðborgarsvæðinu er búið að vera frekar pirrandi. Einn dagur af 19 þar sem hefur ekki rignt neitt. Sýndist samt á mbl kortinu í dag að þetta gæti kannski farið að skána. Að minnsta kosti voru einhver gul tákn á því, sem hafa ekki sést lengi.
2006-06-17
Snilld, snilld, snilld
Loksins náðum við að slá Svíþjóð út í alvöruleik. Það hefur víst ekki gerst síðan 1964 og þýðir að Svíar eru ekki með á HM í fyrsta skipti frá upphafi. Kominn tími á það, þótt fyrr hefði verið.
Leikurinn áðan var þvílíkur háspennuleikur. Bæði lið klúðruðu eins og þeim væri borgað fyrir. Mér var nú ekki farið að lítast á blikuna um miðjan síðari hálfleikinn þegar Svíar voru búnir að ná 5 markaforskoti og þeir inni á HM. Okkur tókst þá að snúa leiknum og jafna og halda síðan út. Þegar voru svo 5 mínútur eftir hélt ég að dómararnir ætluðu að gefa Svíunum þetta á silfurbakka þegar við fengum þrjá brottrekstra á fáeinum sekúndum. En sem betur fer tókst strákunum að þrauka þann kafla.
Ótrúlega sætt. Við að fara á HM á kostnað Svía. Þetta jafnar út vonbrigði gegn Svíum mörg ár aftur í tímann.
Leikurinn áðan var þvílíkur háspennuleikur. Bæði lið klúðruðu eins og þeim væri borgað fyrir. Mér var nú ekki farið að lítast á blikuna um miðjan síðari hálfleikinn þegar Svíar voru búnir að ná 5 markaforskoti og þeir inni á HM. Okkur tókst þá að snúa leiknum og jafna og halda síðan út. Þegar voru svo 5 mínútur eftir hélt ég að dómararnir ætluðu að gefa Svíunum þetta á silfurbakka þegar við fengum þrjá brottrekstra á fáeinum sekúndum. En sem betur fer tókst strákunum að þrauka þann kafla.
Ótrúlega sætt. Við að fara á HM á kostnað Svía. Þetta jafnar út vonbrigði gegn Svíum mörg ár aftur í tímann.
Hildigunnur fann þessa mynd einhversstaðar á netinu. Þvílík snilld. Þetta hlýtur að vera skilti fyrir framan bílastæði á eðlisfræðideild einhvers háskólans.
2006-06-13
Niðurdrepandi
fréttir í útvarpinu áðan. Við Hildigunnur vorum að koma úr búð og í útvarpsfréttunum var hver fréttin annarri ömurlegri og meira niðurdrepandi. Ísraelar að sprengja fólk í tætlur á baðströnd. Bush og Írak. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn að taka við borginni. Eftir þriðju eða fjórðu svona fréttina þá sagði Hildigunnur: „Maður fer bara í vont skap af því að hlusta á þetta“. Sem var nákvæmlega það sama og ég hafði verið að hugsa...
2006-06-11
Formúlan
Ekkert sérstaklega skemmtileg keppni í morgun. Þó eru batamerki á mínum mönnum. Kimi varð 3. eftir að hafa verið í öðru sæti meirihluta keppninnar. Himinn og haf frá Barcelona þar sem hann varð 5. og átti aldrei möguleika á neinu meira. Bara vonandi að þeir haldi áfram á þessari braut.
Svíagrýlan
Sá svona búta úr leiknum við Svía í dag. Skemmtileg tilbreyting að sjá þá fara á taugum og klúðra leiknum á síðasta korterinu. Yfirleitt hefur þetta verið á hinn veginn. Svo er bara að vona að við náum að halda þessu um næstu helgi.
2006-06-05
Síðar
Nú aðeins um Danmörku:
Varð bæði fyrir vonbrigðum og ánægður með ástandið á bjórmálum í Danmörku. Það sem var ánægjulegt var að á síðustu 3-4 árum hafa sprottið upp smábrugghús út um alla Danmörku. Afleiðingin er sú að úrvalið hefur aukist gífurlega. Í staðinn fyrir að bara fengust grøn og hof, einhverjir discount bjórar eins og Harboe og svo gullbjórar frá Carlsberg og Tuborg þá fást núorðið ótal tegundir. Gallinn er bara sá að verð á bjór í Danmörku er fáránlega hátt. Víðast 40-50 Dkk fyrir bjór í miðbænum. Þetta er bara sama verð og hér hjá okkur. Og Danmörk er í Evrópusambandinu!
Bestu bjórarnir, sem ég smakkaði í Danmörku:
Stout frá Bryghuset Svaneke á Borgundarhólmi, porter á Obelix og hof á Gammel kongevej 90. Þar tekur a.m.k. 10 mínútur að láta renna í eitt glas.
Verstu bjórarnir:
Grøn og grøn. Þann fyrri fékk ég á Hvids vinstue og þann síðari eftir að ég gleymdi að tékka á hvaða bjórar voru í boði á veitingastað, sem við borðuðum á. Þau mistök voru ekki gerð aftur. Að nokkur skuli geta drukkið þetta sull. Vont meira að segja úr krana.
Mestu vonbrigðin:
Að missa af dökka Budweisernum, sem Hildigunnur fékk á Charlie's. Leitaði að þessum bjór dyrum og dyngjum í Prag en fann ekki. Sérstaklega vegna þess að Time out bókin um Prag sagði eitthvað á þá leið að þetta væri snilldarbjór, bara ef maður fyndi hann. Meira að segja bjórsalinn á Jilská átti hann ekki (a.m.k. ekki þegar ég kom til hans). Hann sneri samt öllu við í leit að honum, hélt hann ætti eitthvað af honum.
Varð bæði fyrir vonbrigðum og ánægður með ástandið á bjórmálum í Danmörku. Það sem var ánægjulegt var að á síðustu 3-4 árum hafa sprottið upp smábrugghús út um alla Danmörku. Afleiðingin er sú að úrvalið hefur aukist gífurlega. Í staðinn fyrir að bara fengust grøn og hof, einhverjir discount bjórar eins og Harboe og svo gullbjórar frá Carlsberg og Tuborg þá fást núorðið ótal tegundir. Gallinn er bara sá að verð á bjór í Danmörku er fáránlega hátt. Víðast 40-50 Dkk fyrir bjór í miðbænum. Þetta er bara sama verð og hér hjá okkur. Og Danmörk er í Evrópusambandinu!
Bestu bjórarnir, sem ég smakkaði í Danmörku:
Stout frá Bryghuset Svaneke á Borgundarhólmi, porter á Obelix og hof á Gammel kongevej 90. Þar tekur a.m.k. 10 mínútur að láta renna í eitt glas.
Verstu bjórarnir:
Grøn og grøn. Þann fyrri fékk ég á Hvids vinstue og þann síðari eftir að ég gleymdi að tékka á hvaða bjórar voru í boði á veitingastað, sem við borðuðum á. Þau mistök voru ekki gerð aftur. Að nokkur skuli geta drukkið þetta sull. Vont meira að segja úr krana.
Mestu vonbrigðin:
Að missa af dökka Budweisernum, sem Hildigunnur fékk á Charlie's. Leitaði að þessum bjór dyrum og dyngjum í Prag en fann ekki. Sérstaklega vegna þess að Time out bókin um Prag sagði eitthvað á þá leið að þetta væri snilldarbjór, bara ef maður fyndi hann. Meira að segja bjórsalinn á Jilská átti hann ekki (a.m.k. ekki þegar ég kom til hans). Hann sneri samt öllu við í leit að honum, hélt hann ætti eitthvað af honum.
2006-06-03
Pragferð
Til þess að átta sig á því hvað við hjónakornin vorum að vesenast síðustu vikuna er kannski ágætt að kíkja á síðuna hennar Hildigunnar þar sem Danmerkur og Pragferð okkar er rakin í stórum dráttum.
Á meðan Hildigunnur og aðrir kennarar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar skoðuðu hinar ýmsu tónlistarstofnanir Pragborgar þá þurftum við Jón Heiðar að hafa ofan af fyrir okkur með einhverjum hætti. Það er skemmst frá því að segja að við örkuðum miðbæinn þveran og endilangan. Það náttúrlega segir sig sjálft að mann þyrstir af miklum göngum. Við Jónarnir þurftum því að koma reglulega við á ölstofum til að svala þorsta okkar.
Þeir staðir sem stóðu upp úr voru:
U Fleku: Þar fær maður mjög góðan dökkan bjór, sem er bruggaður á staðnum. Ég las einhvers staðar að þetta væri elsta brugghús þar sem bjórinn er drukkinn á staðnum (microbrewery). Sel það ekki dýrara en ég keypti. Gallinn er hins vegar sá að bjórinn er hrikalega dýr þarna miðað við tékkneskar aðstæður (87,5 Tkr, sem samsvarar um 300 Íkr. Hljómar kannski ekki mikið en víðast annars staðar í miðbænum fást bjórarnir á 50-60 og um leið og er komið aðeins út fyrir mestu ferðamannastaðina fara þeir í 25-30). Þar að auki skilst mér að maður þurfi að fara vel yfir reikninginn því þjónarnir reyni að troða inn á mann Becherovka skotum (sem smakkast eins og fljótandi piparkökur). Talningin á þessum skotum er víst ekki alltaf í sama talnabasa og við eigum að venjast.
Strahov klaustrið: Þar fengum við dökkan bjór úr smábrugghúsi, sem mér fannst vera sá besti í ferðinni. Ólíkt flestum öðrum tékkneskum bjórum þá var þessi sterkur (örugglega vel yfir 5%). Eins og með marga góða bjóra og vín var fyrsti sopinn svolítið hrjúfur en bjórinn batnaði með hverjum sopa.
Á götunni Jilská, sem liggur út frá aðaltorginu fann ég bjórbúð með mjög fínu úrvali. Þar fann ég dökkan bjór, Bernard, sem ég sá ekki á neinni krá. Mjög góður bjór, sem mér fannst komast næst Strahov bjórnum. Þar keypti ég líka Krušovice dökkan, sem ég var fyrir vonbrigðum með. Þriðji dökki bjórinn, sem ég fékk í þeirri búð var Staropramen, ágætis bjór.
Prófaði síðan 3 mismunandi útgáfur af Krušovice (á öldurhúsi rétt hjá aðaltorginu). Venjulegur 10° Krušo var alveg ágætur. Sá dökki olli vonbrigðum. Þriðja týpan, 11°, Muškatýr, var hins vegar langbest. Ég náði ekki að smakka fjórðu týpuna, sem var 12°. Þessi krá var ein af fáum þar sem hægt var að fá meira en 1-2 gerðir af bjór.
Ég skildi ekki alveg hvernig farið er að þessu í Tékkó. Oftar en einu sinni fengum við matseðil í hendurnar þar sem var boðið upp á nokkrar tegundir af bjór. Þegar maður ætlaði svo að panta eitthvað spennandi þá kom í ljós að staðurinn bauð ekkert nema kannski 1 tegund!
Meira síðar...
Á meðan Hildigunnur og aðrir kennarar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar skoðuðu hinar ýmsu tónlistarstofnanir Pragborgar þá þurftum við Jón Heiðar að hafa ofan af fyrir okkur með einhverjum hætti. Það er skemmst frá því að segja að við örkuðum miðbæinn þveran og endilangan. Það náttúrlega segir sig sjálft að mann þyrstir af miklum göngum. Við Jónarnir þurftum því að koma reglulega við á ölstofum til að svala þorsta okkar.
Þeir staðir sem stóðu upp úr voru:
U Fleku: Þar fær maður mjög góðan dökkan bjór, sem er bruggaður á staðnum. Ég las einhvers staðar að þetta væri elsta brugghús þar sem bjórinn er drukkinn á staðnum (microbrewery). Sel það ekki dýrara en ég keypti. Gallinn er hins vegar sá að bjórinn er hrikalega dýr þarna miðað við tékkneskar aðstæður (87,5 Tkr, sem samsvarar um 300 Íkr. Hljómar kannski ekki mikið en víðast annars staðar í miðbænum fást bjórarnir á 50-60 og um leið og er komið aðeins út fyrir mestu ferðamannastaðina fara þeir í 25-30). Þar að auki skilst mér að maður þurfi að fara vel yfir reikninginn því þjónarnir reyni að troða inn á mann Becherovka skotum (sem smakkast eins og fljótandi piparkökur). Talningin á þessum skotum er víst ekki alltaf í sama talnabasa og við eigum að venjast.
Strahov klaustrið: Þar fengum við dökkan bjór úr smábrugghúsi, sem mér fannst vera sá besti í ferðinni. Ólíkt flestum öðrum tékkneskum bjórum þá var þessi sterkur (örugglega vel yfir 5%). Eins og með marga góða bjóra og vín var fyrsti sopinn svolítið hrjúfur en bjórinn batnaði með hverjum sopa.
Á götunni Jilská, sem liggur út frá aðaltorginu fann ég bjórbúð með mjög fínu úrvali. Þar fann ég dökkan bjór, Bernard, sem ég sá ekki á neinni krá. Mjög góður bjór, sem mér fannst komast næst Strahov bjórnum. Þar keypti ég líka Krušovice dökkan, sem ég var fyrir vonbrigðum með. Þriðji dökki bjórinn, sem ég fékk í þeirri búð var Staropramen, ágætis bjór.
Prófaði síðan 3 mismunandi útgáfur af Krušovice (á öldurhúsi rétt hjá aðaltorginu). Venjulegur 10° Krušo var alveg ágætur. Sá dökki olli vonbrigðum. Þriðja týpan, 11°, Muškatýr, var hins vegar langbest. Ég náði ekki að smakka fjórðu týpuna, sem var 12°. Þessi krá var ein af fáum þar sem hægt var að fá meira en 1-2 gerðir af bjór.
Ég skildi ekki alveg hvernig farið er að þessu í Tékkó. Oftar en einu sinni fengum við matseðil í hendurnar þar sem var boðið upp á nokkrar tegundir af bjór. Þegar maður ætlaði svo að panta eitthvað spennandi þá kom í ljós að staðurinn bauð ekkert nema kannski 1 tegund!
Meira síðar...