2006-03-11

 
Sveiflurnar í íslensku veðurfari. Þegar ég kom úr vinnunni í dag þá var vorveður. 6 stiga hiti og nánast logn. Þ.a. við ákváðum að grilla. Þegar ég var rétt búinn að kveikja á grillinu byrjaði að rigna og kólna. Núna horfi ég út um gluggann á hundslappadrífu og birkitréð úti í garði orðið eins og á jólakorti.

Comments:
brrr snjókoma? Hér er líka leiðindaveður sem kallað er íslenskt veður, rigning sem lemur rúðurnar með látum. Parísardaman.
 
Temps islandaise?
 
Bravó, næstum því. Temps islandais. Damane.
 
Það fyndna (eða sorglega) er að Ítalir tala líka um að svona norðan skítaveður komi frá Íslandi.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?