2007-01-23
Góðkunningi lögreglunnar?
Lenti í smá útistöðum við lögregluna í gær. Ég var á leiðinni heim og þurfti aðeins að skjótast inn. Að sjálfsögðu voru engin stæði laus í grenndinni þ.a. ég gerði bara það sem maður gerir venjulega í slíku tilviki. Stoppaði uppi á gangstétt og hoppaði út úr bílnum. Það sem ég hafði ekki tekið eftir var að næst á eftir mér var lögreglubíll. Ég stoppaði til að hleypa honum framhjá. Hann stoppaði líka. Ég beið smá stund. Hann beið smá stund líka. Svo skrúfaði bílstjórinn niður rúðunni en sagði ekki neitt. Ég beið ennþá og sagði ekki neitt. Þá sagði löggi: „Einhverjar málsbætur?“ Ég byrjaði að stama eitthvað. Ja... ég... hm... allt í lagi ég skal færa bílinn.
Svo í dag hafði lögreglan á Selfossi samband við mig. Það var nú reyndar bara gamall bekkjarfélagi að óska mér til hamingju með afmælið.
Spurning hvað gerist á morgun?
Svo í dag hafði lögreglan á Selfossi samband við mig. Það var nú reyndar bara gamall bekkjarfélagi að óska mér til hamingju með afmælið.
Spurning hvað gerist á morgun?