2007-01-13
Dvd
Vorum að kaupa nýjan Dvd spilara. Það kom nú reyndar ekki til af góðu. Gamli spilarinn okkar, sem við keyptum fyrir 4 eða 5 árum spilar ekki diska nema af svæði 2. Þessa dagana erum við að horfa á 2 sjónvarpsseríur (House og Grey's anatomy) á diskum, sem eru af svæði 1. Við höfum fram að þessu horft á þetta í tölvunni en það er vesen. Miklu þægilegra að horfa í sjónvarpinu.
Þegar við keyptum gamla spilarann spurðum við að sjálfsögðu að því hvort hann spilaði ekki öll svæði. Jú, jú, jú var svarið hjá sölumanninum. Á mörgum svona spilurum er hægt að virkja öll svæði þó þeir séu gefnir upp fyrir að spila bara svæði 2 svo dæmi sé tekið. Ekki á þessum. Við fundum einhverja síðu þar sem gefin var upp aðferð til að virkja öll svæði á þessum spilara. En það virkaði að sjálfsögðu ekki. Keyptum svo aðgang að einhverri síðu þar sem átti að vera lausn á vandamálinu. Kom í ljós að það var bara sami kóðinn og við höfðum fundið annars staðar og virkaði ekki. Grrrr.....
Þannig að við skelltum okkur í Sjónvarpsmiðstöðina í dag og keyptum nýjan spilara. 10.000 kall fyrir spilara, sem spilar öll svæði. Ekki slæmt. Þegar ég ætlaði svo að tengja spilarann þá kom í ljós að hann var ekki með SCART tengi (erum ekki með plasma eða LCD sjónvarp). Þannig að ég þurfti að fara smá krókaleiðir til að tengja spilarann. Hafðist að lokum þ.a. á eftir horfum við í sjónvarpinu. Jibbí.
Þegar við keyptum gamla spilarann spurðum við að sjálfsögðu að því hvort hann spilaði ekki öll svæði. Jú, jú, jú var svarið hjá sölumanninum. Á mörgum svona spilurum er hægt að virkja öll svæði þó þeir séu gefnir upp fyrir að spila bara svæði 2 svo dæmi sé tekið. Ekki á þessum. Við fundum einhverja síðu þar sem gefin var upp aðferð til að virkja öll svæði á þessum spilara. En það virkaði að sjálfsögðu ekki. Keyptum svo aðgang að einhverri síðu þar sem átti að vera lausn á vandamálinu. Kom í ljós að það var bara sami kóðinn og við höfðum fundið annars staðar og virkaði ekki. Grrrr.....
Þannig að við skelltum okkur í Sjónvarpsmiðstöðina í dag og keyptum nýjan spilara. 10.000 kall fyrir spilara, sem spilar öll svæði. Ekki slæmt. Þegar ég ætlaði svo að tengja spilarann þá kom í ljós að hann var ekki með SCART tengi (erum ekki með plasma eða LCD sjónvarp). Þannig að ég þurfti að fara smá krókaleiðir til að tengja spilarann. Hafðist að lokum þ.a. á eftir horfum við í sjónvarpinu. Jibbí.
Comments:
<< Home
eini pirringurinn er að tengið sem við verðum að nota á sjónvarpinu er það sama og Playstation tölva ormanna tengist í, þannig að það þarf alltaf að kippa tækjunum úr sambandi og tengja til skiptis.
neibb, playstationinn neitaði diskunum :-(
Jú jú, en við heyrðum bara af 5000 króna tæki úr Bónus sem kviknaði í, treystum því ekki :-D Í Sjónvarpsmiðstöðinni voru líka til ódýrari tæki sem spila öll kerfi en þetta var bara með meiri möguleikum.
Skrifa ummæli
Jú jú, en við heyrðum bara af 5000 króna tæki úr Bónus sem kviknaði í, treystum því ekki :-D Í Sjónvarpsmiðstöðinni voru líka til ódýrari tæki sem spila öll kerfi en þetta var bara með meiri möguleikum.
<< Home