2006-09-02

 

Brúarhlaup frh.

Hljóp 1/2 maraþon í Brúarhlaupinu í morgun. Þetta varð ekki eins skemmtilegt og ég var búinn að vonast eftir.

Þegar ég lagði af stað austur á Selfoss var nánast logn hér í Reykjavík. Ekki á Selfossi. Þegar ég kom þangað var stíf norðaustan átt. Ég vissi það strax og ég steig út úr bílnum að allar vonir um góðan tíma væru úr sögunni. Þá að hlaupinu: Fyrstu 12,5 km gengu reyndar mjög vel. Enda undan vindi að mestu leyti. Millitími á 10 km 41:16, sem var meira en mínútu betri tími en ég hljóp 10 km á í brúarhlaupinu í fyrra (n.b. ég hélt aftur af mér vegna þess að ég vissi að bakaleiðin yrði erfið). Síðan var snúið við á leiðinni til Stokkseyrarbakka eftir 12,5 km. Millitími u.þ.b. 51 mín. Eftir það var hlaupið á móti vindi. Í stuttu máli sagt þá tók mig jafn langan tíma að hlaupa síðustu 8,5 km og fyrri 12,5 km. þ.a. ég endaði á 1:41:58. Við erum að tala um 12 mínútur frá markmiðinu. :-(

Ástæðan fyrir því að ég kláraði var að þegar var snúið við, var ég eins langt frá Selfossi og hlaupið fór, einhvern veginn varð ég jú að komast í bílinn aftur!?

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?