2006-08-17

 

Sudokur

Ekki smá sem sudokurnar eru erfiðar í Fréttablaðinu þessa dagana. Ég hef verið að kíkja á þær að undanförnu í fríinu. Get ekki séð að það sé alltaf hægt að leysa þær nema að giska á tölur í sumum tilvikum (þegar ég er búinn að fylla út allt sem hægt er og skoða svo alla reiti, sem eftir eru með tilliti til þess hvaða tölur geti komið þar fyrir). Nema það sé eitthvað trikk við lausnirnar sem ég kann ekki.

Comments:
Það er alveg ótrúlegt hvað manni líður stundum eins og allt hafi verið prófað en svo allt í einu sér maður einn leik og allt gengur upp.
Besta ráðið er að hætta að hugsa um gátuna í nokkra tíma, nokkra daga eða nokkur ár og fara svo í þetta ferskur með huga billjarðleikarans, skoða marga leiki fram í tímann án þess þó að giska nokkuð inn.
Hef nú nokkrum sinnum gefist upp á gátum og ákveðið að þær væru gallaðar en ekki ég.
 
Já það er örugglega málið. Miklu líklegra að gáturnar séu gallaðar ;-)
 
Og nú er ég með eina úr Mogganum (lau f. viku), búin að reyna tvisvar og enda í sömu vitleysunni. Greinilega gölluð gáta! Parísard.
 
Kannast við tilfinninguna...
 
Arrgh. Tók ekki eftir því að Hildigunnur var logguð inn. Þetta var semsagt ég.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?