2006-08-23
Sæbrautin
Ég er hræddur um að það sé klúður í uppsiglingu þar sem verið er að færa Sæbrautina. Fyrst leist mér vel á þessar framkvæmdir því mér sýndist að ætti að sameina tvenn umferðarljós með nokkurra metra millibili (við Laugarnesveg og Klettagarða). Nú get ég ekki betur séð en eigi að halda þeim báðum. Ekki nóg með það. Búið er að bæta við einum algerlega óþörfum ljósum við höfuðstöðvar Glitnis. Þetta minnir bara helst á klúðrið hjá umferðarbrúnni yfir Hringbrautina.
Það verður líka spennandi að sjá hvort eitthvað verður gert til að auðvelda gangandi og hjólandi vegfarendum lífið á þessu svæði. Stígurinn, sem þarna hefur verið endaði fyrirvaralaust rétt hjá Klettagörðum.
Það verður líka spennandi að sjá hvort eitthvað verður gert til að auðvelda gangandi og hjólandi vegfarendum lífið á þessu svæði. Stígurinn, sem þarna hefur verið endaði fyrirvaralaust rétt hjá Klettagörðum.