2006-08-13

 

Úrvinda

Ég var of þreyttur til að blogga í gær en tímdi samt ekki að missa af bloggdeginum. Þannig að ég tók frá smá pláss. Fékk síðan þessa ömurlegu magapest í nótt (örugglega það sama og Finnur var með í fyrradag og svo aftur í morgun). Er bara rétt að skreiðast á fætur núna :-(
Þetta þýðir líka að ég er hættur við að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni um næstu helgi. Ekkert gaman að hlaupa ef maður er ekki í toppformi. Grrr...
En að öðru jákvæðara. Við kláruðum undirvinnuna fyrir nýju stéttina í gær. Búin að vera svakaleg törn. 3 dagar í mokstur og svo lokasnurfus í gær. Feginn að þetta er búið í bili. Handleggirnir á mér eru líka fegnir, þvílíkar harðsperrur, sem ég er með.

Comments:
Jú, jú er skriðinn saman núna. Var þó ekki fyrr en í gær sem ég var orðinn góður. Held ég geymi Reykjavíkurmaraþon til betri tíma.
 
maður nennir nottla ekki í maraþonhlaup nema eiga séns á að bæta sig. Og með því að vera enn inni á topp 100 (síðast þegar ég vissi) af íslendingum í maraþoni, þá...
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?