2006-08-11

 

Öllu lendir maður nú í...

Þeir sem lesa bloggið hennar Hildigunnar eru eflaust búnir að heyra af dramanu, sem ég lenti í í gær. Við erum semsé að skipta um jarðveg fyrir nýja stétt. Áttum von á gámi í gær fyrir jarðveginn og vorum búin að taka frá 3 stæði + eitt sem er ekki merkt sem stæði en samt alltaf nýtt sem slíkt. Nema hvað, svona hálftíma áður en bíllinn með gáminn kom þá stoppar jeppi fyrir framan hjá okkur. Út úr bílnum kemur maður og ýtir til hliðar stól sem var í stæðinu og sest inn í bíl. Ég þaut út til að útskýra fyrir honum að við þyrftum að nota stæðin undir gám sem væri á leiðinni og það væri ekki hægt að koma honum fyrir ef lagt væri í þetta stæði. Gaurinn lét eins og hann heyrði þetta ekki og byrjaði að mjaka sér inn í stæðið. Þá stillti ég mér upp fyrir framan bílinn til að stoppa hann. Þá gerði hann sér lítið fyrir og ók á mig! Ekkert mjög fast reyndar en þó þannig að ég hrökklaðist til baka. Ég varð alveg fokvondur (gerist ekki oft) reif upp hurðina og hellti mér yfir þennan vitleysing. Hann var samt ekkert á því að láta sig, tönnlaðist á því að Reykjavíkurborg ætti þessi stæði og hann mætti alveg leggja í þau (sem er í sjálfu sér alveg rétt en aðstæður hér í miðbænum eru bara þannig að ekki er hægt að koma svona gámi fyrir nema í bílastæðum). Hins vegar eftir að ég hafði hringt á lögguna og Gunnar nágranni okkar blandaði sér í rifrildið þá lét gaurinn undan síga. Það síðasta sem hann sagði var: „Ég get svosem farið“. Eins gott að maður lendir ekki oft í svona fírum.

Comments:
Úff!
 
nákvæmlega :-O
 
Magnað að nenna að vera svona leiðinlegur eins og þessi ágæti maður.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?