2006-07-29

 

Týndur gutti

Finnur gerði okkur alveg dauðskelkuð í dag. Hann fékk að fara út í sjoppu hérna rétt hjá einn til að kaupa nammipoka. Eftir svona 20 mínútur og gaurinn ekki kominn til baka þá vorum við orðin frekar hissa á þessu. Hildigunnur fór út að svipast um eftir honum. Enginn Finnur. Hann hafði hins vegar komið í sjoppuna og keypt nammipoka. Við bæði af stað til að leita. Leituðum út um allt í næsta nágrenni. Enginn Finnur. Síðan hringdi Hildigunnur í alla félagana af leikskólanum (nema einn kom í ljós). Enginn Finnur. Nú var liðinn meira en klukkutími og við vorum orðin frekar stressuð yfir þessu. Hringdum í lögguna til að tilkynna hvarfið. Þá fór Hildigunnur aftur út og rakst þá á piltinn þar sem hann var á leið út úr húsi rétt hjá okkur. Þá hafði hann rekist á félaga úr leikskólanum, sem var í heimsókn hjá frænku sinni hérna rétt hjá. Við höfðum að sjálfsögðu ekki hugmynd um þau tengsl. Þar að auki var nafnið hans ekki í símaskránni frá leikskólanum því hann hafði komið inn eftir að hún var gefin út. Okkur var þokkalega létt!

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?