2006-07-29

 

Týndur gutti

Finnur gerði okkur alveg dauðskelkuð í dag. Hann fékk að fara út í sjoppu hérna rétt hjá einn til að kaupa nammipoka. Eftir svona 20 mínútur og gaurinn ekki kominn til baka þá vorum við orðin frekar hissa á þessu. Hildigunnur fór út að svipast um eftir honum. Enginn Finnur. Hann hafði hins vegar komið í sjoppuna og keypt nammipoka. Við bæði af stað til að leita. Leituðum út um allt í næsta nágrenni. Enginn Finnur. Síðan hringdi Hildigunnur í alla félagana af leikskólanum (nema einn kom í ljós). Enginn Finnur. Nú var liðinn meira en klukkutími og við vorum orðin frekar stressuð yfir þessu. Hringdum í lögguna til að tilkynna hvarfið. Þá fór Hildigunnur aftur út og rakst þá á piltinn þar sem hann var á leið út úr húsi rétt hjá okkur. Þá hafði hann rekist á félaga úr leikskólanum, sem var í heimsókn hjá frænku sinni hérna rétt hjá. Við höfðum að sjálfsögðu ekki hugmynd um þau tengsl. Þar að auki var nafnið hans ekki í símaskránni frá leikskólanum því hann hafði komið inn eftir að hún var gefin út. Okkur var þokkalega létt!

2006-07-13

 

Bílaraunir

Það er slæmt þegar maður kann orðið númerið hjá bílaverkstæðinu sínu utanað :-(

Og já ég ætlaði að vera í fríi. Get greinilega ekki haldið mér saman.

2006-07-11

 

Ritstífla

Nú er ég alveg hættur að nenna að blogga í bili. Farinn í bloggfrí a.m.k. út júlí. Ekki nema þá að mér detti eitthvað eitursnjallt í hug.

2006-07-06

 

Frakkar

komnir í úrslit. Jibbí, áfram mínir menn.

 

Dagsetning

Eitthvað hefur nú klukkan verið að stríða mér við síðasta blogg. Var nú reyndar að skrifa þetta rétt fyrir miðnættið, en það var ekki kominn 4. Að minnsta kosti ekki skv. klukkunni á tölvunni minni. O jæja ekki eins og þetta skipti miklu máli.

2006-07-04

 

Formúlan

Þetta er bara að breytast í eitthvað íþróttablogg hjá mér.
Formúlukeppnin í gær var alveg örugglega sú leiðinlegasta á árinu. Hjálpaði náttúrlega ekki að McLaren náði ekki að keyra einn einasta hring. Schumi vann öruggan sigur. Ég held nú að þetta hafi lítið forspárgildi fyrir framhaldið. Hef nefnilega á tilfinningunni að Michelin hafi mætt með mjög örugg en um leið hæg dekk út af skandalnum í fyrra. Segir nú sitt að Toyota sé að berjast um pallsæti...

2006-07-03

 

Seint í rassinn gripið

Ætla samt að lýsa ánægju minni með að Frakkar (mínir menn) skyldu leggja Brassana á laugardaginn. Ég ætlaði að skrifa um þetta í gær en var svo þreyttur að ég orkaði það bara ekki.

2006-07-02

 

Klukk

Alveg rétt. Hildigunnur klukkaði mig fyrir langalöngu. Svo gleymdi ég að svara klukkinu 23. júní og bloggaði ekki neitt 29. þ.a. það er ekki fyrr en nú sem ég get svarað þessu.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Þokkalega erfið spurning. Man ekki eftir neinni einni sérstakri.

2. Hvernig bækur lestu helst?
Það er nú svona ýmislegt. Ég er alltaf með nokkrar bækur í gangi í einu. Finnur kallar þetta að lesa röndótt. Ég er nánast alltaf að lesa 1 til 2 reyfara. Því til viðbótar eru þá alls konar bækur: Tæknibækur, tímarit, handbækur, ferðabækur...

3. Hvaða bók lastu síðast?
Síðasta bók, sem ég kláraði var Striptease eftir Carl Hiaasen. Bækurnar á náttborðinu núna eru síðan: Crossbones eftir Kathy Reichs og Ástríkur í Bretalandi (á ítölsku reyndar). Var svo rétt áðan að byrja að lesa bók um viskí, Single Malt & Scotch Whisky eftir Daniel Lerner. Svo er ein bók sem ég er að þræla mér í gegnum: Cryptography, Theory and Practice eftir Douglas R. Stinson. Góð bók en erfið. Sé fyrir mér margra mánaða verkefni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?