2006-05-17
Ævintýraleg eldamennska
Sá frétt, í gær held ég, þar sem sagt var frá manni, sem ætlaði að elda þegar hann kom heim eftir slark. Hann greip pylsupakka eða eitthvað annað ætilegt. Grýtti honum í pott og skellti pottinum á eldavél. Ekkert verið að taka pylsurnar eða hvað þetta var úr plastinu eða setja vatn í pottinn. Svo lognaðist hann útaf. Sem betur fer uppgötvaðist þetta snemma þannig að ekki kviknaði í. Held samt að fnykurinn hljóti að hafa verið svakalegur.