2006-05-07
Uppboð
Ég fór á uppboð á óskilamunum hjá lögreglunni í gær. Ætlaði að athuga hvort ég sæi eitthvað þokkalegt hjól. Þarna var múgur og margmenni. Kom á óvart hvað var Ég hef ekki farið áður á svona óskilamunauppboð og vissi þess vegna ekki við hverju mætti búast. Að sjálfsögðu var byrjað á því að bjóða upp alls konar handverkfæri og ýmislegt skran (það besta var hálfur sófi, sem seldist ótrúlegt en satt!). Það var því ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma að komið var að hjólunum. Þegar boðin höfðu verið upp 15-20 hjól þá sá ég eitt, sem mér leist vel á. Reyndar voru margir aðrir sömu skoðunar þ.a. verðið rauk upp. Hafðist samt að lokum að landa hjólinu á 24.000 kall. Nú er ég stoltur eigandi að Scott YZ3 og stefnan tekin á að fara að hjóla í vinnuna.
Comments:
<< Home
Ég fór næstum því á þetta uppboð því mig vantar líka hjól. Svo komu gestir og ekkert varð af þessu hjá mér.
Skrifa ummæli
<< Home