2006-03-11

 
Við vorum í fertugsafmæli hjá frænku hennar Hildigunnar áðan. Allri fjölskyldunni boðið. Eftir forrétt og aðalrétt (sem nóta bene voru þvílíkt vel útilátnir) fékk Finnur það verkefni að rétta afmælisbarninu gjafir til opnunar. Hann var búinn að rétta 2 gjafir og svo var komið að 3. gjöfinni, sem var líkjörsflaska í glærum sellófanpappír. Um leið og Finnur rétti Hildu pakkann þá sagði hann: Þetta er ógeðslega auðvelt að vita!

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?