2006-03-31

 
Við hjónakornin fórum fínt út að borða í kvöld. Ákváðum að prófa Humarhúsið. Höfðum aldrei borðað þar áður, þótt ótrúlegt megi virðast. Það kom náttúrlega ekki annað til greina en að fá sér humar (en ekki hvað?). Ég fékk mér rétt þar sem var blandað saman grilluðum humri, gratíneruðum humri og kanadískum humri. Sá gratíneraði var langbestur. Hildigunnur fékk sér rétt, sem kallaðist Aflakló, blöndu af ýmsum sjávarréttum. Skæjuðum svo út í víninu. Fengum okkur kampavín með. Veuve clicquot brut '98. Passaði eins og flís við rass með humrinum. Ég man ekki eftir því að við höfum pantað flösku af kampavíni áður á veitingastað. Eftirréttirnir voru svo fínir súkkulaðikaka og crème brûlée. Aftur misstum við okkur í vínunum. Tokaji og Sauternes. Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat á veitingastað.

Comments:
jamm, ég sé ekki eftir að hafa handvalið rétti og vín, hefðum örugglega ekki fengið eins flott vín í fimm rétta seðlinum.
 
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Sástu nokkuð systur mína háma í sig humarhala?
 
það getur meira en verið.
 
Ekki óhugsandi
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?