2006-03-23
Var að hlusta á Spegilinn í kvöld. Þar var m.a. viðtal við Andra Snæ í sambandi við bókina, sem var að koma út eftir hann. Í því kom fram að í Bandaríkjunum er ekki greitt neitt skilagjald á flöskur og dósir. Ástæðan: Áldósaframleiðendur stunda gangapot í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skilagjaldi verði komið á. Ég varð alveg agndofa, þvílík sóun (reyndar trúi ég því ekki að þetta gildi fyrir öll Bandaríkin).