2006-03-13
Nú er að byrja keppnistímabilið í eina sportinu, sem ég fylgist eitthvað með. Fyrsta keppnin í F1 á tímabilinu var í gær. (Veit að margir skilja ekki hvað er spennandi við að horfa á bíla aka í hringi en semsagt þetta er sportið mitt). Og þvílík keppni. Munaði aldrei meira en 4-5 sekúndum á 1. og 2 manni. Sem er mikill munur frá t.d. 2001, 2002 og 2004. Allavega ef eitthvað var að marka keppnina í gær ætti þetta keppnistímabil að geta orðið mjög spennandi. Virðast vera 4-5 lið sem ættu að geta unnið mót. Mínir menn (McLaren) lentu í þvílíkum ógöngum en með snilldarakstri náði Kimi að bjarga ómögulegri stöðu (aftastur á ráslínu) í 3. sæti. Annar sem vakti athygli mína var Nico Rosberg. Nýliði, sem lenti í árekstri á fyrsta hring og var aftastur að honum loknum. Náði samt að pota sér upp í 7. sæti. Verður spennandi að sjá hann í næstu keppni.