2006-03-29
Menn greinilega að deyja úr landafræðiþekkingu á textavarpinu. Flóð í Tékklandi og áin Valatva við það að flæða yfir bakka sína hjá Prag. Síðast þegar ég vissi hét áin Vltava á ylhýrri tékknesku. Moldá hefði líka verið fínt.
Comments:
<< Home
Í fréttum af flóðunum í Tékklandi hefur verið talað um héruðin Bohemia og Moravia. Einhvern tíma hétu þau nú Bæheimur og Mæri á íslensku.
Er málið ekki bara það að þetta er þýtt upp úr einhverjum fréttaveitum og síðan er annaðhvort djöfulgangurinn svo mikill að menn mega ekki vera að því að gera þetta almennilega eða þá að menn þekkja hreinlega ekki þessi íslensku heiti.
Skrifa ummæli
<< Home