2006-03-17

 
Ég er ekki viss um að ég vilji fara í lyfjaprófunarhóp um þessar mundir. Síðastliðna 2 daga hafa 2 lyfjaprófunarhneyksli verið í fréttum. Eitt í Bretlandi og annað í Japan (eftir því sem ég best veit var um mismunandi lyf að ræða). Í Japan var meira að segja verið að prófa lyf, sem hefur verið á markaði. Bara önnur notkun á lyfinu. Í Bretlandi urðu 2 af 6 sem fengu lyfið mjög alvarlega veikir. Í Japan held ég að 11 hafi látist. Maður veltir fyrir sér hvaða reglur gilda um svona lyfjaprófanir. Ekki svo að skilja. Lyfið Vioxx var sett á markað og komst í gegnum allar síur. Var meir að segja söluhæsta lyf í sínum flokki hér á landi áður en kom í ljós að það var ekki allt þar sem það var séð. Í Bandaríkjunum létust að minnsta kosti nokkrar þúsundir manna, líklega tugir þúsunda (ég hef séð töluna 40.000) áður en það var tekið af markaði. Miðað við höfðatölu gæti þetta hafa þýtt 5-40 dauðsföll hér á landi.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?