2006-03-03
Finnur var í kóngulóarmannsbúningi á öskudaginn. Þegar ég kom að sækja hann þá voru 3 kóngulóarmenn hoppandi á trampólíninu í stóra sal og ekki nokkur leið að vita hver var hvað. Í dag sýndi Kalli á deildinni hans Finns mynd frá öskudeginum. Þá höfðu 8 guttar mætt í slíkum búningum (þó ekki nema 3 á Finns deild).
Comments:
<< Home
Dóttir mín segist vera spíderman eins og Frakkarnir orða það. Hún hefur séð búning, en veit að öðru leyti afar lítið um þennan merka mann. Þetta er ótrúlegur máttur auglýsingarinnar. Segir Parísardaman.
Finnur svo sem líka, hann hefur ekki fengið að horfa á myndirnar enda þær bannaðar innan 12 ára, held ég.
Skrifa ummæli
<< Home