2006-03-29

 
Finnur átti eitt gullkorn í gær.
Við vorum nýkomnir af leikskólanum. Hann var að syngja eitthvert lag Nú er frost á Fróni minnir mig. Síðan segir hann: „Pabbi ég veit að þú hefur sungið þetta lag.“ Ég: „Jæja Finnur minn. Hvernig veistu það?“ Finnur: „Þú varst einu sinni lítill eins og ég.“
Við Hildigunnur fórum bæði að skellihlæja...

Comments:
Snillingur, sá litli :-D
 
Þetta var reyndar tómt rugl í mér með lagið. Rétt var Fram, fram fylking. En já hann er algjör snilli.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?