2006-02-23

 
Við Hildigunnur fórum á War of the Worlds tónleikana með Sinfó í kvöld. Þetta voru í einu orði sagt frábærir tónleikar. Jóhann var ágætis lesari (auðvitað enginn Burton samt). Söngvararnir allir góðir. Síðan er þessi músík bara svo mikil snilld. Og alveg ótrúlegt hvað gaurarnir á hljómborðunum náðu hljóðunum af upprunalegu útgáfunni. Eina sem pirraði okkur var þegar Friðrik Ómar þurfti endilega að dilla sér undir tónlistinni á meðan dramatískum lestri stóð. Frekar hallærislegt. Textarnir, bæði lesnir og sungnir, höfðu allir verið þýddir og það snilldarvel. Af hverjum kom reyndar ekki fram í prógramminu en við fréttum eftir tónleikana að Gísli Rúnar hefði séð um þá hlið mála.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?