2006-02-19

 
Grunnskólar Reykjavíkur voru með sýningu í Ráðhúsinu í gær. Freyja tók þátt í atriði Austurbæjarskóla. Gekk bara vel. Fjölmenningarlegt söngatriði à la Austurbæjarskóli.

Á leiðinni heim þá sáum við starahóp á flugi. Fuglarnir greinilega að hópa sig fyrir kvöldið. Svo sáum við hópinn setjast niður. Lendingarstaðurinn var alveg þokkalega stórt hús á Skólavörðustígnum. Sjónvarpsloftnetið á húsinu var þéttsetið. Þeir fuglar sem komust ekki fyrir á því settust á mæninn á húsinu. Þeir fuglar sem náðu ekki sæti þar urðu að gera sér að góðu að hanga utan á þakinu. Stundum er vont að ganga ekki með myndavél á sér að staðaldri.

Comments:
ég var að nota myndavélina á tónleikunum hans Finns á sama tíma...
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?