2006-01-29

 
Var frekar hneykslaður á umfjöllun í Fréttablaðinu um ungverska landsliðið í handbolta, sem við spiluðum svo við síðar í dag. Höfundur sagði meðal annars að íslenska liðið væri miklu betra en það ungverska og við ættum að vinna auðveldan sigur á venjulegum degi (líklega hefur dagurinn í dag þá verið óvenjulegur). Síðan fór hann út í umfjöllun um einstaka leikmenn m.a. að miðjumaðurinn væri lélegur (hann skoraði ekki nema 8 eða 9 mörk). Allt í lagi menn geta haft sína skoðun á einstökum leikmönnum. Rúsínan í pylsuendanum var þegar hann lýsti helstu skyttu Ungverja, Laszlo Nagy: „Þetta er súkkulaðisætur strákur með vel gelað hár sem kann því illa að andstæðingurinn sé að rugla í hárinu á honum“. Síðar í greininni þá bætti hann um betur og sagði að Nagy hefði orð á sér fyrir að vera latur. Hvað er orðið um að bera virðingu fyrir andstæðingum ég bara spyr?

Comments:
Góð spurning. Svona lýsir einfaldlega best þeim er ritar. Parisardaman.
 
Sammála. Þetta er verulega hallærislegt.
 
Reyndar svolítið erfitt að rugla í hárinu á honum, því hann er 2,09 m á hæð.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?