2007-03-07

 

Nóg komið

af ferðasögum í bili.

Í gær hjólaði ég í fyrsta skipti á þessu ári í vinnuna. Var kominn svolítið áleiðis þegar ég áttaði mig á því að það var smá hálka sums staðar. Var þá kominn of langt til að snúa við. Hjólaði bara mjög rólega það sem eftir var leiðarinnar. Komst án áfalla á leiðarenda.

Stefnan er svo að halda þessu áfram og reyna að gera eins og í fyrra. Hjóla í vinnuna svona 2-4 sinnum í viku.

Efnisorð:


Comments:
maður ætti kannski bara að fara að hjóla á mánudögum? Til þess þarf ég samt eiginlega bakpoka, ekki séns að hjóla með hliðartöskuna mína, ef ég vil ekki valda stórhættu í umferðinni, þ.e.a.s.
 
Hm, heldurðu að við eigum ekki bakpoka einhvers staðar, sem mætti nota?
 
kannski...
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?