2006-03-03
			  Las það einhvers staðar í dag - gott ef það var ekki á mublinu - að maður Nigellu Lawson (einhver drulluríkur auglýsingamógúll) þyldi ekki matreiðsluna hennar. Tekið var dæmi um einhvern rækjurétt, sem maðurinn hafði borðað fyrir kurteisissakir en lýst því síðan yfir eftir á að hann væri hræðilegur. Breti hvað? Kannski vill hann heldur hjarðsveinaböku.
			  
			
 
  


